top of page

SÉRSVIÐ FYRIRTÆKISINS

FAGLEG ÞEKKING OG MIKIL REYNSLA Í MATVÆLARÁÐGJÖF
Gerð gæðahandbóka og ráðgjöf 
  • Ráðgjafi Ísgens hannar gæðahandbók og skráningargögn í samvinnu við framleiðanda og veitir aðstoð við innleiðingu kerfisins.

 

ÚTTEKTIR Á GÆÐUM MATVÆLA
  • Ísgen annast óháðar úttektir á gæðum matvæla að beiðni framleiðanda, kaupenda, seljanda, flutningsaðila eða tryggingafélaga. Úttektir eru framkvæmdar samkvæmt söðluðum aðferðum og hverri úttekt fylgir vönduð úttektarskýrsla ásamt myndum. Dæmi um úttektir er úttekt grásleppuhrogna, makríls, grálúðu eða annara fisktegunda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SAMNINGUR MILLI FRAMLEIÐENDA OG ISGEN UM EFTIRFYLGNI
  • Ráðgjafi hannar gæðakerfið í samvinnu við framleiðandann og annast viðhald og uppærslu þess. Heimsækir fyrirtækið reglulega og sér m.a. um árlega sannprófun, prófun mælitækja, fræðslu til starfsmanna og fylgir eftir úrbótum vegna frávika við eftirlitsskoðanir Matvælastofnunar. Hann er einnig viðstaddur úttektir eftirlitsaðila og kaupenda og veitir alla almenna ráðgjöf varðandi gæðamál. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og nálægð við viðskiptavininn.

Námskeið um gæðamál
  • Stöðugt er þörf á fræðslu fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn í matvælaiðnaði. Ísgen býður sérhæfð námskeið fyrir ábyrgðarmenn gæðakerfa um góða framleiðsluhætti, gerð gæðahandbóka, uppbyggingu gæðakerfa sem byggja á hugmyndafræði HACCP, matvælalöggjöf ESB og starfsemi opinberra eftirlitsaðila. Einnig eru í boði styttri námskeið fyrir almenna starfsmenn um hreinlæti, umgengni og hollustuhætti.

 

  • Kaupendur matvæla gera kröfur um vottun af ýmsu tagi. Má þar nefna vottun samkvæmt stöðlum kaupmannasamtaka t.d. BRC og IFF og vottun á sjálfbærni fiskveiða samkvæmt staðli MSC. Ísgen veitir ráðgjöf um uppsetningu gæðakerfa sem uppfylla kröfur þessara vottunaraðila.

Aðstoð við uppbyggingu gæðakerfis samkvæmt kröfum vottunaraðila
RÁÐGJAFINN
  • Róbert Hlöðversson er eigandi Ísgens og jafnframt eini starfsmaður fyrirtækisins. Róbert er með doktorspróf í fóðurfræði og starfaði við fóðurfræðirannsóknir og kennslu um árabil. Áður en hann hóf störf sem ráðgjafi rak hann faggilda skoðunarstofu í sjávarútvegi í tæplega tvo áratugi. Hann býr því yfir góðri faglegri þekkingu og reynslu af starfsvettvangi Ísgens

bottom of page